Rekstur sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu

Þessi greining er unnin upp úr ársreikningum fimm stærstu sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Gögnin ná aftur til ársins 2013, og nýjustu gögn sýna ársreikning síðasta árs. Greiningin skoðar aðeins A-hluta sveitarfélagana, sem er sá hluti sem er rekinn með skatttekjum. Við gagnavinnslu úr ársreikningum sem þessa, er alltaf möguleiki á að einhverjar villur hafi átt sér stað. Ef þú tekur eftir mögulegri villu í gögnunum, mátt þú endilega láta vita af því.

Ég mæli eindregið með því að lesa þessa greiningu í öðru en símtæki, þar sem myndirnar og töflur skalast ekki vel í síma.


A-hluti ársreikningar sveitarfélagana

Gögn ársreikningana fyrir síðasta ár eru aðgengileg hérna að neðan, þar sem þú getur skoðað hvern málaflokk fyrir sig og hversu hátt hlutfall skatttekna fóru í að fjármagna þann lið. Sumir liðir koma sem jákvæð prósenta, en það eru liðir sem eru að skila auka tekjum til sveitafélagana, umfram skatttekjur. Litirnir sem ég gef sveitarfélögunum eru þeir sömu í gegnum alla greininguna, en einnig er hægt að fara með músabendilinn yfir allar myndirnar til að skoða gildin nánar.

Ef við leggjum saman hlutfall skatttekna úr öllum ársreikningunum fáum við niðurstöður A-hluta sveitarfélagana sem hlutfall af skatttekjum. Myndin hér að neðan sýnir hvernig þetta hlutfall hefur þróast síðustu tíu rekstrarár.

Á síðasta rekstrarári, 2022, kom A-hluti Garðabæjar best út í samanburði við hin sveitarfélögin, þar sem Garðabær skilaði hagnaði upp á rúmlega 4% af skatttekjum bæjarins. Niðurstaða Reykjavíkur kom verst út, þar sem 11.9% halli var á rekstri A-hlutar.

Hlutfall skatttekna í fjármögnun málaflokka

Til að gera gögnin samanburðarhæf milli sveitarfélaga, þarf að gefa sér ákveðnar forsendur til að raða málaflokkunum í sambærilega hópa. Til að mynda er stærsti málaflokkur Reykjavíkurborgar skóla- og frístundasvið, á meðan í hin fjórum sveitarfélögunum kallast þessi sami málaflokkur fræðslu og uppeldismál. Að sama leiti skilgreinir Reykjavíkurborg sér málaflokk fyrir fjármála- og áhættustýringarsvið, mannauðs- og starfsþróunarsvið og þjónustu- og nýsköpunarsvið en sambærilega liði er ekki að finna í ársreikningum hinna sveitafélagana. Ég hef því tekið málaflokkana saman í sjö hópa, sem tilgreini nánar hér neðst í greininni.

Lang stærsti málaflokkur sveitarfélagana eru fræðslu- og uppheldismál, sem tekur til sín rúmlega helming skatttekna allra sveitarfélagana.Næst stærsti liðurinn er félags og velferðarmál, en þangað fer tæplega þriðjungur skatttekna Reykjavíkurborgar.

Á myndinni hér að neðan getur þú gert samanburð á sveitarfélögunum til málaflokkana. Farðu með músabendilinn yfir myndina til að sjá nánar hvern málaflokk fyrir sig. Þú getur einning smellt á myndina til að sjá sögulega þróun þess málaflokks.

Fræðslu- og uppeldismál

Garðabær eyðir mesta hlutfalli skatttekna í fræðslu- og uppeldismál, og var rúmum 5 prósentustigum yfir meðaltali á síðasta ári. Reykjavíkurborg eyðir í dag tæplega 53% í þennan málaflokk, en á síðustu árum hefur borgin oftast verið með lægsta hlutfallið í málaflokknum.

Forsendur samanburðar sveitafélagana

Í töflunni sem er hægt að skoða hérna fyrir neðan, sjást þær forsendur sem ég gef mér við það að sameina málaflokkana í sambærilega hópa.


Fyrir fleiri greiningar um hin ýmsu efnahagslegu málefni getur þú fylgt mér á twitter.